Minnt er á lagasamkeppni sem haldin er vegna Hamingjudaga á Hólmavík 2011. Skilafrestur á
lagi í keppnina er til föstudagsins 29. apríl. Keppnin sjálf verður haldin kl.
20:00 sunnudagskvöldið 8. maí. Lagið má ekki hafa heyrst opinberlega áður og
ekki er verra að textinn fjalli að einhverju leyti um hamingjuna, Hólmavík eða
Hamingjudaga. Það er þó alls ekki skilyrði. Skila þarf lögum á geisladisk til Menningarmálanefndar í síðasta
lagi föstudaginn 29. apríl, merkt Hamingjudagar á Hólmavík – Lagasamkeppni 2011,
Höfðagata 3, 510 Hólmavík. Úrslitakeppnin fer svo fram í félagsheimilinu á
Hólmavík og munu áhorfendur að vanda velja sigurlagið.
Sú breyting verður gerð að þessu sinni að Tómstunda-, íþrótta- og
menningarnefnd Strandabyggðar mun sjá um skipuleggja og kosta stúdíóupptöku og
útgáfu á laginu. Allar reglur varðandi keppnina má nálgast með því að smella
hér.
Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá framkvæmdastjóra
hátíðarinnar, Arnari Snæberg Jónssyni, í netfanginu
tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 894-1941.