22/11/2024

Samið við Vestfirska verktaka

Gengið hefur verið frá samningum við Vestfirska verktaka um smíði brúar yfir Bjarnarfjarðará, en þeir áttu eina tilboðið í brúna þegar tilboð voru opnuð á dögunum. Var tilboðið nokkuð yfir kostnaðaráætlun eða upp á 179,5 milljónir en áætlaður verktakakostnaður var metinn 146,5 milljónir hjá Vegagerðinni. Framkvæmdir verða hafnar strax í haust og á verkinu að vera lokið ekki seinna en 1. júlí 2018. Þá á einnig að vera búið að leggja seinni umferðina af bundnu slitlagi á nýja veginn um Bjarnarfjarðarháls. Brúin verður 50 m löng steypt eftirspennt bitabrú, 8 metra breið akbraut og hálfs metra breiðar bríkur sitt hvoru megin.