26/12/2024

Samgönguráðherra í Laugarhóli

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn um helgina á Hótel Laugarhóli í Bjarnarfirði. Eins og áður hefur komið fram hér á vefnum mun Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mæta á fundinn og flytja erindi um samgöngumál. Hann hefst kl. 20:00 föstudagskvöld með erindi samgönguráðherra um samgöngu- og ferðamál. Aðalfundur Ferðamálasamtakanna er síðan haldinn á laugardagsmorgni og erindi og fleira verður á dagskránni seinnipart á laugardag, áður en árshátíð vestfirskra ferðaþjóna hefst á Laugarhóli. Allir eru velkomnir á fundinn eða hluta hans.