22/12/2024

Samfylkingarfólk áhugasamt um formannskjör

Fréttatilkynning
Á undanförnum vikum hefur fjölgað hratt í Samfylkingar-félaginu á Ströndum en félagafjöldinn þrefaldaðist í aðdraganda spennandi formannskjörs. Stjórn félagsins efnir til almenns félagsfundar í Rósubúð, húsi Björgunarsveitarinnar Dagrenning á Hólmavík n.k. þriðjudagskvöld 17. maí, klukkan 20:00. Á dagskrá verður kosning fulltrúa á landsfund Samfylkingarinnar, sem haldinn verður um næstu helgi, 20. – 22. maí, ákvörðun félagsgjalda og önnur mál.


Allir félagar í Samfylkingunni hafa atkvæðisrétt í formannskjöri og verða úrslitin tilkynnt á Landsfundinum. Stjórnin hvetur félagsmenn til að nýta kosningaréttinn, en kjörseðlar eiga nú að hafa borist til allra skráðra félaga. Atkvæðaseðlar þurfa að berast á flokksskrifstofuna fyrir klukkan 18:00 á fimmtudaginn þannig að nú fer hver að verða síðastur að taka þátt í þessu spennandi kjöri.