26/12/2024

Sameiningarkosningar?

Óstaðfestar fréttir herma að kosið verði um sameiningu Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps á næstu mánuðum. Engar formlegar upplýsingar um gang viðræðna milli sveitarfélaganna hafa þó verið birtar, svo ritstjórn strandir.saudfjarsetur.is sé kunnugt um. Í kosningum í haust samþykktu íbúar Broddaneshrepps stærri sameiningu, en hún var felld í öllum öðrum hreppum og þar á meðal Hólmavíkurhreppi. Broddaneshreppur fór síðan fram á viðræður um sameiningu við Hólmavíkurhrepp og voru skipaðir menn frá báðum sveitarfélögum í nefnd til að ræða málið.