23/12/2024

Sameiningarkosning í haust

Frá NorðurfirðiNú hafa endanlegar tillögur sameiningarnefndar sveitarfélaga litið dagsins ljós og eru þær óbreyttar frá fyrstu tillögum nefndarinnar hvað Strandir varðar. Lagt er til að Broddaneshreppur, Hólmavíkurhreppur, Kaldrananeshreppur og Árneshreppur sameinist. Eins er lagt til að Bæjarhreppur sameinist Húnaþingi vestra og verður kosið um þessa sameiningu þann 8. október. Á Vestfjörðum hefur hins vegar orðið sú breyting að ekki er lengur lagt til að Súðavíkurhreppur, Bolungarvík og Ísafjarðarbær sameinist í eitt sveitarfélag.