22/12/2024

Sameining samþykkt í báðum hreppum

Sameining Broddaneshrepps og Hólmavíkurhrepps hefur verið samþykkt í báðum hreppunum með meira en 80% greiddra atkvæða. Verða því sveitarfélögin að einu við sveitarstjórnarkosningar í vor, en þær eru haldnar 27. maí. Í Broddaneshreppi voru 47 á kjörskrá og mættu 27 þeirra á kjörstað þannig að kjörsóknin hefur verið 55,4%.  Já sögðu 22 eða 81,4%, en nei sögðu 5 eða 18,5%.