22/12/2024

Sagnakvöld í Borgarnesi

Sagnastund á Galdraloftinu á HólmavíkÞað má búast við mögnuðu andrúmslofti á þriðja sögukvöldi sumarsins sem fram fer
í Landnámssetri í Borgarnesi í kvöld, sunnudag klukkan 20:00. Þá munu Kristín
Helga Gunnarsdóttir rithöfundur, Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri og
alþingismaður, Sigurður Atlason galdramaður af Ströndum og Svavar Knútur
trúbador stíga á stokk. Meginþema kvöldsins eru draugasögur þó sjálfsagt sé að
sveiga aðeins af leið. Kynnir og stjórnandi er Gísli Einarsson.

Í lok kvöldsins fá svo gesti að velja sinn uppáhalds sögumann í leynilegri
atkvæðagreiðslu. Fyrsta kvöldið var það Bjarni Harðarson, alþingismaður sem
flest atkvæði hlut og annað kvöldið Freyr Eyjólfsson, dagskrárgerðarmaður á Rás
2. Rás 1 hljóðritar Sögur til næsta bæjar og eru þær meginuppistaðan í
samnefndum þáttunum í umsjón Einars Kárasonar.  Þættirnir eru á dagskrá Rásar 1
á sunnudagskvöldum kl. 18:30.