22/12/2024

Sæðingafundur í Sævangi í dag

Nú nálgast jólin óðfluga og kætast þá bæði mannfólk og hrútar, enda er árlegur fengitími hjá þeim síðarnefndu jafnan í hámarki á jólahátíðinni. Þessa dagana standa búnaðarsamtök um allt land fyrir almennum kynningarfundum þar sem sæðingakostur sauðfjársæðingarstöðvanna er kynntur ítarlega. Í dag, þriðjudaginn 25. nóvember, verður haldinn kynningarfundur af þessu tagi í Sauðfjársetrinu í Sævangi. Fundurinn hefst kl. 13:30 og á honum verður farið yfir framkvæmd sæðinganna og almennar umræður fara fram um ræktunarstarf í sauðfjárrækt. Allir áhugasamir eru hvattir til að mæta.