30/10/2024

Rjúkandi vöfflur í Steinhúsinu

Kaffi- og vöffluboð Steinhússins sem frestað var í síðustu viku verður í staðinn í dag kl.17.00-19.00. Öllum er velkomið að kíkja við og skoða húsið og fá sér kaffisopa og vöfflur með. Þrjár listakonur, þær Ásta Þórisdóttir, Dagrún Magnúsdóttir og Ásdís Jónsdóttir hafa hreiðrað um sig í húsinu og verða eins og fram hefur komið með opnar vinnustofur (Workshop) þar sem hægt er að líta inn og berja listframleiðslu þeirra augum.