05/11/2024

Rigning, slydda og snjókoma

Í morgun hefur verið sambland af snjókomu, slyddu og rigningu við Steingrímsfjörðinn, en 2° hiti er á láglendinu, en frost á Steingrímsfjarðarheiði og Ennishálsi. Myndin hér til hliðar er tekin rétt fyrir kl. 9:00 við Sævang við Steingrímsfjörð. Ekki er vitað um færi í Árneshrepp, samkvæmt vef Vegagerðarinnar. Veðurspá næsta sólarhringinn segir til um suðlæga átt, 8-13 m/s og rigningu. Suðvestan 10-15 síðdegis og stöku skúrir, en hvassari um tíma í kvöld. Lægir í nótt. Austan 8-13 og rigning síðdegis á morgun. Hiti 3 til 8 stig.