22/11/2024

Ríflega helmingi fleiri heimsóknir

Margir heimsækja strandir.saudfjarsetur.isÍ febrúarmánuði voru heimsóknir að meðaltali 869 á dag á fréttavefinn strandir.saudfjarsetur.is. Það er þó nokkuð meiri fjöldi en íbúar á Ströndum, en meðal gestakomur í mánuðinum eru meiri en metdagur janúarmánaðar. Þann dag komu 819 gestir inn á strandir.saudfjarsetur.is en metdaginn í febrúar heimsóttu 2,539 gestir vefinn. Samtals fékk fréttavefurinn 24,322 heimsóknir í febrúar. Meðaltalsheimsóknir á dag í janúar voru 417 gestir.

Eins og í janúar er strandir.saudfjarsetur.is mikið skoðaður á kvöldin, eftir klukkan sjö og eins og áður eru heimsóknir erlendis frá að stórum hluta frá frændum okkar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð en heimsóknir frá Hollandi hafa mikið sótt í sig veðrið. Eins og áður eru lesendur tengdir NATO stöðvarinnar í Keflavík iðnir við að leita frétta á Ströndum en þeir lesendur koma á eftir dönum í röðinni.

Heimsóknir á vefinn skiptust á milli ríflega 9,000 tölva.

Fréttin um veru kvikmyndatökuliðs á Ströndum í byrjun febrúar var langvinsælasta fréttin en sú frétt komst í alla helstu fréttamiðla landsins af strandir.saudfjarsetur.is.

Tengdar fréttir:
Yfir 14 þúsund heimsóknir