Reykhólahreppur opnaði nýjan og glæsilegan vef á vefslóð sinni www.reykholar.is á sumardaginn fyrsta sem að venju var hátíðisdagur í Reykhólasveit. Nýi vefurinn leysir af hómi eldri útgáfu sem var barn síns tíma. Honum er stjórnað í gegnum vefumsjónarkerfið Snerpil sem Snerpa á Ísafirði hefur hannað. Í frétt á Reykhólavefnum sem hefur verið líflegur eftir uppfærsluna kemur fram að hlutverk vefjarins er þríþætt. Honum er í fyrsta lagi ætlað að geyma upplýsingar og gögn varðandi sveitarfélagið, rekstur þess og þjónustu, í öðru lagi að flytja fréttir úr héraðinu og í þriðja lagi að vera gagnabrunnur varðandi náttúru og sögu héraðsins.