22/12/2024

Réttir hefjast um helgina

Í SkeljavíkurréttFyrstu réttardagarnir á Ströndum eru núna um helgina, en réttað verður á laugardaginn 13. september í Melarétt í Árneshreppi og á sunnudaginn 14. september í Skeljavíkurrétt við Hólmavík og Staðarrétt við botn Steingrímsfjarðar. Fyrri leit verður á þessum svæðum dagana áður, en að venju má búast við margmenni í réttunum. Fréttaritari hefur ekki séð nákvæma tímasetningu á réttum um helgina, en býst við að þær hefjist á hefðbundnum tíma sem kunnugir hljóta að kannast við, en aðrir ekki. 

Réttardagar, staðsetning og tímasetning:

13. sept. (laugardagur) – Melarétt í Árneshreppi
14. sept. (sunnudagur) – Skeljavíkurrétt við Hólmavík
14. sept. (sunnudagur) – Staðarrétt í Steingrímsfirði
20. sept. (laugardagur) – Skarðsrétt í Bjarnarfirði
20. sept. (laugardagur) – Hvalsárrétt í Hrútafirði
20. sept. (laugardagur) – Kjósarrétt í Árneshreppi
21. sept. (sunnudagur, kl. 14:00) – Kirkjubólsrétt í Tungusveit