22/12/2024

Réttindanámskeið fyrir lyftara og smærri vinnuvélar

Þörungaverksmiðjan á Reykhólum og rækjuvinnslan Hólmadrangur á Hólmavík standa fyrir réttindanámskeiði fyrir smærri vinnuvélar á svæðinu dagana 14.-15 febrúar. Námskeiðið tekur einn og hálfan dag og veitir m.a. bókleg réttindi á lyftara með 10 tonna lyftigetu og minni. Mikilvægt getur verið fyrir menn að losna við Reykjavíkurferð í slíkum erindagerðum, en námskeiðið er haldið í húsnæði Hólmadrangs. Geta áhugasamir haft samband við Þorstein Paul Newton hjá Hólmadrangi í síma 892-3236 til að skrá þátttöku.