22/12/2024

Réttarkaffi á Sauðfjársetrinu í Sævangi

Réttað verður í Kirkjubólsrétt við Steingrímsfjörð sunnudaginn 18. september og hefjast réttarstörfin klukkan 14:00. Í tilefni af réttardeginum verður opið í réttarkaffi á Sauðfjársetrinu í Sævangi frá kl. 13:00 og fram eftir degi. Á boðstólum þar verður kaffi og heitt súkkulaði, ásamt vöfflum að vild. Verð á herlegheitunum er kr. 800.- á mann.