24/11/2024

Rekafjörur einkenna Strandir

300-jonafiRekadrumbarnir sem liggja víða í fjörum á Ströndum eru sannarlega eitt af einkennum svæðisins og þóttu á árum áður mikil hlunnindi. Lítið hefur rekið þetta árið, en þó kemur alltaf einn og einn drumbur á fjöruna sem nota má í sperru eða klæðningu. Fréttavefurinn komst á dögunum yfir skemmtilegar gamlar myndir af Jóni Jónssyni bónda á Broddanesi þar sem hann er að saga niður rekadrumb. Myndirnar tók Hörður Hauksson sumarið 1982, en Jón var þá 74 ára gamall. Hörður var áður í sveit hjá Stefáni á Broddanesi.

640-jonafi2 640-jonafi

Jón Jónsson sagar rekavið – ólíkt sjónarhornið við myndatökuna sýnir vel hversu ljósmyndir geta blekkt mann – ljósm. Hörður Hauksson