26/12/2024

Reiðnámskeið við Víðidalsá

Heiðdís Arna Ingvarsdóttir mun gera sér ferð á Strandir á næstunni og halda reiðnámskeið á Víðidalsá. Námskeiðið er fyrir fólk frá 5 ára aldri og verður haldið 22.-26. júní. Heiðdís hélt einnig námskeið í fyrra sem var vel sótt af fólki á öllum aldri en námskeiðin eru ætluð óreyndum sem lengra komnum. Æskilegt er að nemendur útvegi sér sjálfir hest en hægt er að aðstoða við það. Námskeiðsgjald er kr. 5000 og fjölskylduafsláttur er kr. 3000. Upplýsingar og skráning er í síma 864-3246 og síðasti skráningardagur er 20. júní.