22/12/2024

Ragnheiður Ingimundardóttir í Íþróttamiðstöðinni tekin tali

Bjarki Einarsson og Kristján Páll Ingimundarson skelltu sér í Íþróttamiðstöðina í morgun og hittu þar fyrir Ragnheiði Ingimundardóttur:

Góðan daginn, hvað heitir þú? Ragnheiður Ingimundardóttir.
Hvernig gengur reksturinn á húsinu? Bara mjög vel.
Hvað telur þú að það komi margir í sund á hverjum degi? Á góðum degi koma um 30 manns á vetri til.
Hvernig líður þér í vinnuni? Bara mjög vel.
Er salurinn mikið notaður? Já mikið notaður.
Notarðu hann eitthvað sjálf? Nei ekki ég.
Er tækjasalurinnn ekki allur kominn upp eins og hann á að vera? Jú, hann er allur kominn upp.
Koma margir í ræktina? Fækkað síðan verðið hækkaði.
Hvað kostar að fara í sund? 300 kr fyrir fullorðna 125 kr fyrir börn, ellilífeyrisþega og öryrkja.
Hlustarðu á Útvarp Hólmavíkur? Já oft.
Hvernig finnst þér krakkarnir standa sig? Mér finnst þau mættu tala hærra, en samt er þetta bara flott hjá krökkunum.