22/12/2024

Rafmagnstruflanir í dag

Rafmagnstruflanir hafa verið á Ströndum í dag og nótt, en mjög hvasst var í veðri síðustu nótt. Aftur er varað við óveðri seinni part næstu nætur og á morgun, þannig að þeir sem ekki eru þegar búnir að taka allt lauslegt í hús eða fergja það ættu að hafa hraðar hendur. Með sama hætti eru húseigendur sem eiga byggingar þar sem þakplötur eru lausar og hætta á foki hvattir til að bregðast við og bæta við festingarnar með einhverjum hætti.