Rafmagnsbilun á Vestfjörðum og Ströndum laust fyrir sjö í gærkveldi varð vegna þess að stæða í 132 kV raflínu sem liggur að Glerárskógum í Dölum úr Hrútafirði féll í Hrútafjarðará. Stæðan féll vegna landbrots af völdum vatnavaxta í ánni. Stóð viðgerð yfir fram á daginn í dag. Meðfylgjandi mynd er fengin af vef Landsnets, en hún var tekin í gær skömmu áður en stæðan féll.