22/12/2024

Rafmagnsleysi í hluta Árneshrepps

645-rafmagnsbilun

Á vef Orkubús Vestfjarða kemur fram að í nótt fór rafmagn af í Djúpi og hluta Árneshrepps, norðan við Bæ í Trékyllisvík. Vitað er um brotinn staur á línunni að Munaðarnesi, en eitthvað fleira virðist vera bilað, samkvæmt fréttavefnum litlihjalli.is. Vinnuflokkur frá Hólmavík var á leið norður í Árneshrepp í morgun til að gera við. Þæfingsfærð er á leiðinni í Árneshrepp samkvæmt vef Vegagerðarinnar, en vegurinn þangað var opnaður í gær.