Rafmagnslaust var í Árneshreppi liðna nótt en rafmagnið fór af um kl 23:00 í gærkvöldi og var ekki orðið stöðugt aftur fyrr en upp úr klukkan 05:00 í morgun. Norðanstormur var í Árneshreppi í gærkvöldi og fram á nótt sem orsakaði mikla sjávarselta á rafmagnslínum sem þoldu ekki álagið. Í veðuryfirliti Jóns G. Guðjónssonar veðurathugunarmanns í veðurstöðinni á Litlu Ávík fyrir febrúar kemur fram að mánuðurinn hafi verið mjög snjóléttur og óvenju lítið um úrkomu, aðeins 23,7 mm. Mestur hiti mældist 9,0 stig, mestur kuldi -8,4 stig og jörð talin alhvít í 15 daga.
Þetta kemur fram á vefsíðu Jóns G. Guðjónssonar, www.litlihjalli.it.is