22/12/2024

Rafmagnsbilun í Geiradal

Orkubú rafmagn línumenn

Rafmagn fór af Ströndum að morgni annars jóladags, um kl. 9:30. Ástæðan var bilun í múffu í endabúnaði í Geiradal, en þaðan liggur aðflutningslínan til Stranda yfir Tröllatunguheiði að Þverárvirkjun. Varaaflsvélar voru gangsettar og Strandamenn allir fljótlega komnir með rafmagn frá þeim, nema hvað eitthvað vandamál var með að tengja Kollafjörð og Bitru. Gott veður var á Ströndum í morgun, kalt og stillt veður.