30/10/2024

Rætt um slökkvibíl á Broddanesi

Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar á dögunum var rætt um slökkvibifreið sem sveitarfélagið á og er í geymslu í bílskúr í Broddanesskóla. Skólinn var seldur á 2,1 milljón á síðasta ári og þarf því að taka ákvörðun um afdrif þessa bíls. Ákveðið var að leita eftir áliti slökkviliðsstjóra og íbúa fyrrum Broddaneshrepps, um hvort bíllinn sé nothæfur og hvort þörf sé á að hafa hann til staðar á Broddanesi.