Átaksverkefni um staðbundna útrýmingu minks fór fram í Eyjafirði og á Snæfellsnesi 2007-2010. Veiðiálag var aukið og samhliða var unnið að rannsóknum til þess að meta árangur af því og leita svara við þeirri spurningu hvort mögulegt væri að útrýma mink á landsvísu. Tilgangur ráðstefnunnar er annars vegar að kynna árangur verkefnisins og niðurstöður rannsókna og hins vegar að velta upp spurningum um framtíðarfyrirkomulag minkaveiða í ljósi þeirra upplýsinga sem verkefnið hefur dregið fram. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, mánudaginn 14. mars næstkomandi kl. 13-16. Ráðstefnan verður send út á netinu á heimasíðu umhverfisráðuneytis.
Dagskrá ráðstefnunnar mánudaginn 14. mars:
13:00 – 13:10 Ávarp umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur
13:10 – 13:25 Átaksverkefni um útrýmingu minks – Hugi Ólafsson, formaður umsjónarnefndar
13:25 – 13:50 Framkvæmd veiðiátaks – Arnór Þ. Sigfússon, umsjónarmaður veiðiátaks
13:50 – 14:10 Rannsóknir í tengslum við átakið – Róbert Stefánsson, líffræðingur
14:10 – 14:30 Mat á árangri átaksverkefnisins – Páll Hersteinsson, prófessor
14:30 – 14:45 Kaffihlé
14:45 – 15:05 Veiðiátakið frá sjónarhóli veiðimanna – Hannes Haraldsson og Helgi Jóhannesson
15:05 – 16:00 Pallborð: Hvernig er best að haga minkaveiðum í ljósi niðurstöðu átaksins?