22/12/2024

Pylsur og popp í náttúrunni

Undanfarna daga hefur vorið haldið innreið sína á Ströndum með hlýju veðri og hopandi snjó. Þegar þessi árstími er kominn getur tekið á að þurfa að sitja inni yfir námsbókum eða í vinnu fyrir framan tölvuna. Þetta vita krakkarnir í 4. bekk Grunnskólans á Hólmavík mætavel og því gerðu þeir sér dagamun í dag, tóku sér frí frá heðfbundnu námi og skruppu með Hildi Guðjónsdóttur umsjónarkennara og Arnari S. Jónssyni gestakennara út í góða veðrið, til að grilla pylsur og heimatilbúið brauð og poppa á afar óhefðbundinn máta. Myndavélin var að sjálfsögðu með í för og afraksturinn má sjá hér fyrir neðan.

Útivistarferðin var hluti af verkefni Arnars vegna náms í Kennaraháskólanum, en þar stunda fjölmargir Strandamenn nám um þessar mundir eins og síðustu ár.

1

Sólin skein á konur og karla í dag.

bottom

Arnar útskýrir matargerðina fyrir áhugasömum nemendum. Pylsur voru þræddar upp á trjágreinar og ljúffengt brauðdeig vafið utan um þær.

Það er gott að slaka á í forsælunni.

holmavik/grunnskolinn/350-skogarferd1.jpg

Hópurinn byrjaður að grilla pylsurnar yfir náttúrugerðu kolagrilli.

holmavik/grunnskolinn/350-skogarferd2.jpg

Sunneva Guðrún ánægð með lífið og tilveruna, enda pylsan tilbúin.

holmavik/grunnskolinn/350-skogarferd3.jpg

Grillað af miklum móð.

holmavik/grunnskolinn/350-skogarferd4.jpg

Nýstárleg aðferð við að poppa – hér er enginn örbylgjuofn.

Piltarnir gæða sér á brimsöltu poppi beint úr sigtinu.

Ljósm. Hildur Guðjónsdóttir.