22/12/2024

Polla- og pæjumót á miðvikudag

Polla- og pæjumót HSS fyrir 14 ára og yngri í knattspyrnu verður haldið miðvikudaginn 15. júní á Skeljavíkurvelli utan við Hólmavík. Mótið hefst kl. 18:00 og keppt verður í tveim flokkum, 10 ára og yngri og 11-14 ára. Raðað verður í lið á staðnum, þannig að fótboltakappar mæta á staðinn án þess að vera í fyrirfram ákveðnum liðum. Allar nánari upplýsingar veitir Þorvaldur Hermannsson (Tóti) sem sér um þjálfun fyrir Geislann og starfar fyrir HSS í sumar. Síminn er 451-3370 og netfangið totilubbi@hotmail.com.