22/11/2024

Pokasjóður auglýsir eftir umsóknum

Við HólmavíkPokasjóður verslunarinnar sem áður hét Umhverfissjóður verslunarinnar hefur verið starfræktur frá árinu 1995. Frá þeim tíma hefur sjóðurinn úthlutað samtals um það bil 500 milljónum til verkefna á sviði umhverfismála, menningar, íþrótta og mannúðarmála. Að sjóðnum standa um 160 verslanir um land allt. Gera má ráð fyrir að árleg upphæð úthlutunar úr Pokasjóði sé nú í kringum 100 milljónir. Fjölmörg verkefni á Ströndum hafa fengið styrki úr Pokasjóði í gegnum tíðina og fullvíst er að af nægum þjóðþrifaverkefnum er að taka í öllum málaflokkum.

Sótt er um rafrænt á vefnum www.pokasjodur.is, en með umsókn til Pokasjóðsins skal fylgja ítarleg lýsing á því verkefni sem sótt er um fé til, framkvæmdaáætlun, kostnaðaráætlun og hvernig fjárstyrknum verður varið ef til úthlutunar kemur.  Umsóknarfrestur er til 7. mars 2008.