22/12/2024

Pizzur og spurningakeppni á Café Riis

Föstudagskvöldið 11. apríl verður mikið um að vera á Café Riis á Hólmavík. Kvöldið hefst með pizzahlaðborði sem stendur yfir frá kl. 18:00 til kl. 20:00, en einnig verður hægt að panta pizzur fyrir þá sem vilja frekar borða kræsingarnar heima við. Aðgangseyrir að hlaðborðinu verður kr. 1.200. fyrir fullorðna en lægra verð er í boði fyrir börnin. Þeir sem eru orðnir mettir eftir pizzaátið geta síðan dokað við á Café Riis þar til spurningakeppnin Drekktu Betur hefst kl. 21:30, en þetta er í fyrsta skipti sem þessi víðfræga keppni er haldin á Hólmavík. Spyrill og spurningahöfundur er Gunnar Melsted. Barinn verður síðan opinn eitthvað áfram eftir að keppninni lýkur.