22/12/2024

PiRRiNGUR! ARG!

IMG_4750

Einleikurinn PiRRiNGUR! ARG! eftir Trausta Rafn Björnsson í Þorpum verður frumsýndur sunnudaginn 26. júlí kl. 20:00 á Sauðfjársetrinu í Sævangi. Trausti Rafn sem er sextán ára, mun þar fara yfir skoðanir sínar og hugsanir, auk þess að rifja upp nokkra skemmtilega atburði í lífi sínu. Sýningin er fyrir alla aldurshópa. Aðgangseyrir verður enginn, en sú nýbreytni í staðinn að gestir sem vilja geta greitt útgangseyri að sýningu lokinni eftir því hvernig þeim líkaði sýninginn.  Í tilefni dagsins býður Sauðfjársetrið upp á kjúklingasúpu frá kl. 19-20, áður en leiksýningin hefst. Sjoppa á staðnum.