22/12/2024

Páskamót í innanhúsbolta

Haldið verður páskamót í innanhúsfótbolta í íþróttahúsinu á Hólmavík á laugardaginn 11. apríl og hefst mótið klukkan 14:00. Spilað með sama fyrirkomulagi og hefur verið verið gert á undanförnum mótum. Skráning liða fer fram hjá Steinari í síma 451-3382 og eru tilvonandi boltagarpar beðnir að athuga að hver leikmaður þarf að borga 500 kr. í þátttökugjald.