30/10/2024

Óveður við norðanverðan Steingrímsfjörð

Veðrið við norðanverðan Steingrímsfjörð er öllu verra en við hann sunnanverðan. Það er ekkert um að villast – það er kominn smá bylur á Bassastöðum. Guðbrandur bóndi á Bassastöðum smellti af meðfylgjandi myndum nú um fimmleytið í dag, fimmta apríl, um leið og hann fór í fjárhúsin. Myndirnar eru allar af einhverju sem var þarna í morgun, en hvarf þegar verst lét eftir miðjan dag. Líklega hafa ekki margir gaman af svona tíðarfari nú þegar tíu dagar eru til sumarmála.

Fyrsta myndin er úr bæjardyrum, er bóndi lagði brattur af stað til fjárhúsa. 30 metrar að geymslunni, 15 í viðbót að fjárhúsum.

Önnur mynd og enn minkar skyggnið. Ákveðið að fara á bílnum – þá er maður alla vega innan dyra.

Þriðja, séð út um fjárhúsdyrnar, geymslan á að vera  í 15 metra fjarlægð. 

Fjórða mynd, rofar aðeins til, þá er bara að taka strikið heim. Það eru 55 metrar, en sér ekki hálfa leið.
Myndir Guðbrandur Sverrisson