22/12/2024

Óveður á Steingrímsfjarðarheiði

Óveður er nú á Steingrímsfjarðarheiði og mbl.is segir frá því að bíll fór þar út af veginum á níunda tímanum í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Hólmavík sakaði engan en björgunarsveitin Dagrenning á Hólmavík var kölluð út og aðstoðaði hún við að koma bifreiðinni aftur upp á veginn. Einnig varð bílvelta á Broddaneshlíð í Kollafirði í gær þar fólksbíll fór út af í hálku og endaði á toppnum. Engan sakaði í því óhappi.