Einleikunum Ótuktin sem að átti að vera í Bragganum á Hólmavík næstkomandi sunnudag hefur verið frestað framm á haust af óviðráðanlegum ástæðum. Þetta er magnaður einleikur með söngvum sem að enginn má missa af. Leikarinn er Katla Margrét Þorgeirsdóttir, en leikgerðina vann Valgeir Skagfjörð og spilar hann líka á hljóðfæri. Verkið er byggt á bók Önnu Pálínu Árnadóttur og fjallar um glímuna við Kröbbu frænku, það er fullt af bjartsýni, von og trú, en um leið einlæg lýsing á baráttunni við óboðinn gest sem að setur lífið í uppnám.
Stefnt er að því að sýna leikritið í Bragganum á Hólmavík þann 25. ágúst í staðinn.