22/12/2024

Ósvífnir húsbílaeigendur á Hólmavík

Undanfarin ár hefur færst mjög í vöxt að húsbílaeigendur sem eiga leið um Hólmavík reyni að forðast tjaldsvæði bæjarins, sennilega til að losna við gjaldtöku. Í kvöld var til dæmis átta húsbílum lagt á bryggjunni í þorpinu, en þar er harðbannað að leggja bílum. Bílunum var keyrt burt um 23:00 eftir ábendingu um að ólöglegt væri að leggja á bryggjunni. Þeir færðu sig þó ekki langt því öllum bílunum var lagt til næturdvalar í íbúðahverfi gegnt tjaldsvæði bæjarins. Þrátt fyrir vinsamlegar ábendingar  frá fréttaritara strandir.saudfjarsetur.is um að tiltölulega ódýrt og gott tjaldsvæði væri handan götunnar færðu bílarnir sig ekki fet.

Ábendingunum var í raun mjög illa tekið og ferðalangarnir, sem eru af erlendu bergi brotnir, voru afar svekktir yfir slappri gestrisni Hólmvíkinga. Reikna má með að einhverjir þeirra telji sig ekki hafa efni á því að greiða tjaldsvæðisgjald sem þó er í lægri kantinum á Hólmavík og engin aukagreiðsla er fyrir húsbíla. Uppbygging á tjaldsvæðinu á Hólmavík hefur verið mikil undanfarin ár og ljóst má vera að slíku verkefni fylgir ærinn kostnaður.

Þetta mál er engan veginn nýtt af nálinni eins og kom fram á strandir.saudfjarsetur.is í fyrrasumar.

sdf

Húsbílarnir á bryggjunni. Eins og sjá má er bannskiltið eingöngu á íslensku, en þó ætti erlendu fólki að vera ljóst að bryggjur eru ekki ætlaðar sem húsbílastæði.

Bryggjan þröngt setin af bílunum.

frettamyndir/2007/580-husbilabryggja2.jpg

Húsbílarnir komnir á bílaplan við Víkurtún. Þaðan færðu þeir sig ekki þrátt fyrir ábendingar um að tjaldsvæði væri í seilingarfjarlægð.

frettamyndir/2007/580-husbilabryggja3.jpg

Þessi mynd er tekin af nýrri hluta tjaldsvæðisins á sama tíma. Þar er nóg pláss og fín aðstaða.

Ljósm. Arnar S. Jónsson