22/12/2024

Öskudagur á 18 bræður

Öskudagur

Öskudagur á 18 bræður segir þjóðtrúin og vissulega verða Strandamenn kátir ef það gengur eftir og veðrið verður svipað næstu daga og það var á öskudaginn. Sólskin í kvöld og stjörnubjart og norðurljósin lýstu upp himinninn í kvöld. Í dag voru allskonar kynjaverur á ferli um Hólmavík og þegar leið á daginn söfnuðust þær saman á öskudagsballi í Félagsheimilinu og slógu þar karamellur úr tunnunni við mikinn fögnuð þeirra sem viðstaddir voru. Ljósmyndari strandir.saudfjarsetur.is smellti af nokkrum myndum á ballinu.

IMG_1857 (2) IMG_1863 (2) IMG_1864 (2)

Öskudagur á Hólmavík – ljósm. Jón Jónsson