22/12/2024

Öskudagsball á morgun

 Á morgun rennur upp Öskudagur, en hann á rætur sínar að rekja langt aftur í aldir hér á landi og tengist þar Lönguföstu í katólskum sið. Á síðustu öld þróaðist Öskudagurinn hér á landi yfir í það form sem flestir þekkja í dag – að börn klæðist grímubúningum, ganga í hús og fyrirtæki í nammisöfnun, útbúa öskupoka og slá köttinn úr tunnunni á öskudagsballi. Hið árlega Öskudagsball á Hólmavík verður einmitt haldið kl. 17:00 í Félagsheimilinu á morgun. Þar verður kötturinn sleginn úr tunnunni og vafalaust má sjá fjölda af furðufígúrum á vappi víða um bæinn. Ungir sem aldnir eru hvattir til að mæta á ballið og skemmta sér, enda er Öskudagur bara einu sinni á ári.