22/11/2024

Öskudagsball á Hólmavík í dag

Á Öskudagsballi 2007 - ljósm. ASJSíðustu daga hafa menn gleypt í sig margvíslegar kræsingar, á mánudaginn voru það bollurnar og í gær blessað saltkjötið. Nú er röðin komin að sælgætinu því hefð hefur skapast fyrir því að á öskudag gangi börn á þéttbýlisstöðunum á Ströndum í fyrirtæki og heimti gott í poka og syngja fyrir starfsmenn í staðinn. Í dag verður líka hefðbundið grímuball í Félagsheimilinu á Hólmavík og hefst það kl. 17:00 samkvæmt síðasta Gagnvegi.