22/11/2024

Óskað eftir tilnefningum til menningarverðlauna Strandabyggðar

Minnt er á að nú er að renna út frestur til að senda inn tilnefningar til menningarverðlauna Strandabyggðar sem Menningarmálanefnd hyggst afhenda við hátíðlega athöfn á Hamingjudögum í sumar. Frestur er til kl. 16:00 sunnudaginn 20. júní og skal senda tilnefningar á holmavik@holmavik.is og er gott að hafa rökstuðning með. Verðlaunin verða veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu Strandabyggð á liðnu ári. Markmiðið með verðlaununum er að vera almenn hvatning til eflingar menningar- og listastarfs í Strandabyggð.