Vegagerðin hefur nú óskað eftir tilboðum í gerð vegar um Arnkötludal og Gautsdal milli Króksfjarðar og Steingrímsfjarðar. Lengd útboðskaflans er um 24,5 km og skal verkinu vera að fullu lokið fyrir 1. september 2009. Vegurinn kemur til með að liggja lítið eitt norðar en núverandi vegslóði um Tröllatunguheiði, nánar tiltekið frá Vestfjarðavegi nr. 60 í Geiradal, um Gautsdal og Arnkötludal að Djúpvegi (61) rétt við Hrófá í Steingrímsfirði. Í gögnum Vegagerðarinnar er þessi nýi vegur kallaður Tröllatunguvegur, en á Ströndum er hann venjulega kallaður vegurinn um Arnkötlu eða Arnkötludalur.
Helstu magntölur eru:
Bergskering 350.000m3
Skering í laus jarðlög 480.000m3
Fylling og fláafleygar 780.000m3
Neðra burðarlag 120.000m3
Efra burðarlag 40.000m3
Klæðing 190.000m2
Stálplöturæsi 170m
Ræsalögn 1.600m
Víravegrið 6.000m
Frágangur fláa 570.000m2
Tilboðum í vegagerðina skal skila fyrir þriðjudaginn 20. mars, en klukkan 14:15 þann dag verða þau opnuð.
Vegastæðið við Hrófá