Í dag gaf að líta myndarlegan örn í norðanverðum Bitrufirði þegar fréttaritari strandir.saudfjarsetur.is átti leið um fjörðinn. Örninn hélt sig í hæfilegri fjarlægð á meðan reynt var að ná af honum myndum og flaug nokkrum sinnum upp og settist á meðan ferðalangar stöldruðu við til að fylgjast með þessum konungi fuglanna og reyna að festa hann á minniskubb myndavélarinnar. Ernir eru alls ekki óalgeng sjón á Ströndum, sérstaklega ekki um vor og haust.
Ljósm. Jón Jónsson