22/12/2024

Opnunartími hjá Sorpsamlagi breytist

Vegna Hamingjudaga breytist opnunartími á laugardögum á flokkunarstöð Sorpsamlagsins í Sauðhúsinu á Skeiði 3 á Hólmavík. Í stað þess að opið verði á morgun, laugardag, frá 13-15, verður opið næsta laugardag 10. júlí og síðan annan hvern laugardag þaðan í frá, 24. júlí, 7. ágúst og 21. ágúst. Einnig er opið alla miðvikudaga frá kl. 15-18. Þátttaka í sorpflokkuninni hefur verið mjög góð og margir íbúar eru duglegir að flokka og skila.