22/12/2024

Opnunartímar á Hólmavík um jólin


Vefnum hafa borist nokkrar tilkynningar um opnunartíma um jólin. Sýsluskrifstofan á Hólmavík verður lokuð á aðfangadag, en opið verður á venjulegum skrifstofutíma dagana 27. og 28. desember og fyrir hádegi á gamlársdag. Skrifstofa Strandabyggðar verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag, en opið 27. og 28. desember. Sveitarstjóri, félagsmálastjóri og tómstundafulltrúi verða ekki við á skrifstofunni þessa daga. Hjá Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík verður lokað þorláksmessu, jóladag, 30. des. og nýársdag, en opið 10-12 á aðfangadag og gamlársdag. Einnig er opið 15-18 á annan í jólum.

Héraðsbókasafn Strandasýslu á Hólmavík verður opið til 13:30 í dag, föstudag, og á milli 10-12 á aðfangadag. Bókasafnið verður svo opið frá 10-13:30 dagana 27. og 28. des, frá 10-12 á gamlársdag og svo verður opið kl 10-13:30 frá og með 2. janúar, nema hvað lokað verður 4. janúar vegna námskeiðs starfsfólks skólans.