30/10/2024

Opið hús hjá Rauða krossinum

Laugardaginn næstkomandi, þann 10. desember verður opið hús hjá Rauða krossdeild Strandasýslu í sjúkrabílskýlinu á Hólmavík (við hliðina á Heilsugæslustöðinni) frá kl. 14:00-17:00. Þar verður heitt á könnunni, aðstaðan sýnd og spjallað um heima og geima. Jafnframt er tekið á móti fatnaði sem fólk nýtir ekki lengur, en getur orðið öðrum að gagni. Formaður Rauða krossdeildar Strandasýslu nú er Victor Örn Victorsson.