22/12/2024

Opið hjá Strandakúnst miðvikudaga til föstudaga

Frá og með deginum í dag hefur opnunartími hjá handverksmarkaði Strandakúnstar verið styttur og er markaðurinn nú opinn frá klukkan 13:00-16:00 miðvikudaga, fimmtudag og föstudaga. Markaðurinn er til húsa á jarðhæð Þróunarsetursins á Hólmavík að Höfðagötu 3. Mjög vel hefur gengið hjá Strandakúnst í sumar og salan verið góð, jafnt í prjónavörum og minjagripum.