22/12/2024

Ólafsdalshátíð á sunnudag

Ólafsdalshátíð verður haldin á sunnudag í Ólafsdal í Gilsfirði og er upphafið að endurreisn staðarins á vegum Ólafsdalsfélagsins sem frumkvöðlaseturs með lifandi starfsemi á vettvangi ferðaþjónustu, mennningar, sjálfbærrar nýtingar og fræðslu. Á hátíðinni verður skrifað undir viljayfirlýsingu milli landbúnaðarráðuneytisins og Ólafsdalsfélagsins um að félagið fái umsjón með jörðinni í Ólafsdal. Samkoman hefst kl. 14:00 og stendur til 17:00, en sama dag er árlegt kaffihlaðborð í Skriðulandi frá kl. 13:00 til 20:00 og eru Dalamenn og nærsveitungar boðnir hjartanlega velkomnir á glæsilegt hlaðborð. Dagskrá hátíðahaldanna í Ólafsdal fylgir hér að neðan:

Ólafsdalshátíð 10. ágúst 2008 – DAGSKRÁ

14:00 Hvers vegna endurreisn Ólafsdals?
Rögnvaldur Guðmundsson, formaður Ólafsdalsfélagsins.

14:15 Ávarp: Grímur Atlason, sveitarstjóri Dalabyggðar.

14:20 Hugleiðing um Torfa Bjarnason og áhrif hans.
Bjarni Guðmundsson, prófessor við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og forstöðumaður Landbúnaðarsafns Íslands ses.

14:35 Tvísöngur: Halldór Gunnarsson, Rauðbarðaholti og Ólafur Bragi Halldórsson, Magnússkógum.

14:45 Ólafsdalur – sögustaður sem skiptir máli.
Jón Jónsson, þjóðfræðingur og menningarfulltrúi Vestfjarða.

15:00 Ávarp: Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

15:10 Undirritun viljayfirlýsingar Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins og Ólafsdalsfélagsins ses um Ólafsdal.

15:15 Undirritun viljayfirlýsingar Landbúnaðarsafns Íslands ses og Ólafsdalsfélagsins ses um samvinnu.

15:20 Söngur og gítar: Bjarni Guðmundsson, trúbador og tónskáld.

Fundarstjóri: Halla Steinólfsdóttir, Ytri-Fagradal, varaformaður Ólafsdalsfélagsins.

15:30 -17:00
– Leiðsögn um skólahúsið í Ólafsdal (frá 1896) og næsta nágrenni.
– Munir úr Ólafsdalsbúinu til sýnis. Varðveittir á Byggðasafninu að Laugum í Sælingsdal og Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri.
– Ljósmyndasýning um fólkið og lífið í Ólafsdal.
– Heyskapur og sláttur með orfi og ljá.
– Kaffi og kleinur.

Kaffihlaðborð á Skriðulandi kl. 13:00-20:00.