Strandamennirnir Birkir Þór Stefánsson og Rósmundur Númason eru nú komnir í mark í Vasagöngunni í Svíþjóð. Báðir hafa þeir átt góða göngu, en samkvæmt fréttum af göngunni var færið mjög erfitt. Birkir gekk kílómetrana 90 á 6.53.30 klst og varð í sæti 3.705. Hann var 12. af þeim Íslendingum sem tóku þátt í göngunni. Frá fyrstu tímastöð í Smagan eftir 10,5 km og þar til í markinu í Mora vann Birkir sig upp um 2.630 sæti og má samkvæmt því telja nokkuð víst að ef gangan hefði verið rúmlega helmingi lengri hefði hann verið farinn að blanda sér í toppbaráttuna í restina. Rósmundur gekk á 8.23.44 klst. og var í sæti 6332 og var 22. af þeim Íslendingum sem tóku þátt í göngunni. Sjá nánar á sfstranda.blogcentral.is/.