22/12/2024

ÓB stöð opnuð á Hólmavík

645-ob-holm
Í tilefni af því að ný ÓB-stöð hefur verið opnuð við Skeiði á Hólmavík verður opnunartilboð og afgreiðsla á ÓB-lyklum á Hólmavík á laugardaginn kemur, 23. febrúar. Á milli kl. 12-16 verður fulltrúi ÓB á staðnum og afgreiðir lykla frá fyrirtækinu og jafnframt verður 10 krónu lækkun á verði á nýju stöðinni þann dag. Vinna við uppsetningu bensíndælanna hófst í haust, en fyrir á Hólmavík er bensíndælur frá N1 og er sjálfsafgreiðsla á báðum stöðvunum.