22/12/2024

Nýtt gistihús rís á Drangsnesi

Framkvæmdir eru hafnar af fullum krafti við byggingu á nýju gistihúsi á Drangsnesi. Þetta er viðbót við Gistiheimilið Malarhorn sem Ásbjörn Magnússon og Valgerður Magnúsdóttir reka og eru 10 herbergi með baði í nýja gistihúsinu. Miklar tafir hafa orðið á afhendingu hússins sem er einingahús frá Eistlandi, en það átti að vera komið í rekstur. En nú er húsið loksins komið og það gengur mjög vel að reisa það. Meðfylgjandi myndir eru frá því fyrir nokkrum dögum, en miklar breytingar verða á hverjum degi.

bottom

frettamyndir/2008/580-malarhorn2.jpg

Nýtt gistihús rís á Drangnesi – Ljósm. Jenný Jensdóttir